Sævar Birgisson stefnir á HM í Svíþjóð

Skagfirðingurinn Sævar Birgisson var í gær valinn í landsliðið í skíðagöngu fyrir komandi vetur, ásamt Brynjari Leó Kristinssyni frá Akureyri. Það var skíðagöngunefnd Skíðasambands Íslands sem stóð að valinu.

Sævar og Brynjar hafa verið á meðal fremstu skíðagöngumanna landsins síðustu ár en Sævar keppti á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí í febrúar.

Heimsmeistaramótið í skíðagöngu verður haldið í Svíþjóð í vetur og samkvæmt vef Skíðasambands Íslands stefna þeir báðir á þátttöku þar.

 

Fleiri fréttir