Sektir við umferðarlagabrotum hækka verulega

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á það á Facebooksíðu sinni að um næstu mánaðamót tekur gildi ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt reglugerðinni munu  sektir á mörgum brotum hækka verulega, til að mynda mun sekt við að tala í farsíma undir stýri áttfaldast, fara úr 5.000 krónum í 40.000 krónur. Hér má sjá nokkur dæmi um sektir eftir nýju reglugerðinni.


Ekið á 115 km/klst 80.000 kr.
Ekið á 125 km/klst 115.000 kr.
Ekið á 135 km/klst 150.000 kr.

Farsími notaður án handfrjáls búnaðar 40.000 kr.
Ekið án þess að endurnýja ökuskírteini 20.000 kr.
Ökuskírteini ekki meðferðis 10.000 kr.
Öryggisbelti ekki notað 20.000 kr.

„Það er eitt sem er alveg öruggt og það er að það er skynsamlegra að setja peningana í eitthvað annað en að brjóta umferðarlögin. Komum heim heim !!" segir á Facebooksíðu Lögregllunnar á Norðurlandi vestra.

Reglugerðina má nálgast hér:
https://www.samgongustofa.is/…/log-og-reg…/B_nr_288_2018.pdf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir