Sendibifreið ekið í veg fyrir bifhjól

Ökumaður bifhjóls hlaut minniháttar meiðsl er sendibifreið ók í veg fyrir hann á Eyrarvegi á Sauðárkróki, við innkeyrsluna að Vörumiðlun, síðdegis í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki leitaði ökumaður bifhjólsins sér sjálfur læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og fór í kjölfarið í frekari skoðun á Akureyri. Hann mun nú vera kominn til síns heima.

Fleiri fréttir