Síðasti séns að styrkja sitt félag gegnum Sportpakka Stöðvar 2

Áskrifendur Sportpakka Stöðvar 2 geta látið 1.078 kr. renna mánaðarlega til styrktar síns íþróttafélags gegn bindingu áskriftar að sjónvarpsrásinni til 1. júní 2021 en hægt er að velja það íþróttafélag sem hver og einn vill styrkja en áskrift kostar 3.990 kr. á mánuði. Tilboðið rennur út í dag.

Körfuboltadeild Tindastóls hefur sent skilaboð á sitt stuðningsfólk og biðla til þess að hafa þetta í huga ef viðkomandi er áskrifandi. Þá er bara að fara inn á „Mínar síður“ á heimasíðu Stöðvar 2 og breyta stillingum, eða hringja í þjónustuver Stöðvar 2 1817. Að sjálfsögðu er hægt að heita á önnur félög.

HÉR er hægt að kaupa áskrift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir