Skagafjörður var lýstur upp

Fólk sýndi samhug og víða mátti sjá loga á kertum. Myndin er skjáskot úr myndbandi sem Davíð Már setti á netið.
Fólk sýndi samhug og víða mátti sjá loga á kertum. Myndin er skjáskot úr myndbandi sem Davíð Már setti á netið.

Þau voru mörg ljósin sem loguðu í gærkvöldi til minningar um Erlu Björk Helgadóttur en nemendur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra höfðu hvatt fólk til að lýsa upp Skagafjörðinn og heiðra þannig minningu Erlu Bjarkar og sýna um leið fjölskyldu hennar samhug. Sjá mátti á samfélagsmiðlum að Skagafjörður er víða – eins og komist var að orði – því það var ekki bara í Skagafirði sem fólk tendraði ljós í minningu hennar.

Erla Björk, sem varð bráðkvödd í byrjun nóvember aðeins 39 ára gömul, tengdist skólasamfélaginu í Skagafirði sterkum böndum en auk þess að starfa í Varmahlíðarskóla þá var hún í foreldrafélagi FNV þar sem elsti sonur hennar stundar nám við skólann.

Útför Erlu Bjarkar fer fram frá Sauðárkrókskirkju nk. laugardag kl. 14. Hægt er að fylgjast með athöfninni í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki og í Bifröst auk þess sem henni verður streymt á YouTube-síðu Sauðárkrókskirkju. Þeim sem vilja minnast Erlu Bjarkar er bent á minningarsjóð: Reikningsnúmer 0310 - 22 - 000021, kt. 161181-5529

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir