Skagfirðingar prúðastir á Unglingalandsmóti

Thelma Knútsdóttir með Fyrirmyndarbikarinn. Mynd: PF.
Thelma Knútsdóttir með Fyrirmyndarbikarinn. Mynd: PF.

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.

„Á mótsslitunum þakkaði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, UÍA, bæjarbúum og styrktaraðilum fyrir velheppnað mót. Hann tilkynnti jafnframt að Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) hljóti Fyrirmyndarbikarinn að þessu sinni. Bikarinn hlýtur sá sambandsaðili sem sýnt hefur góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði, háttvísi og prúða framgöngu á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur. Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri UMSS, tók við bikarnum fyrir hönd UMSS,“ segir á umfi.is.

Tengd frétt: 

Góð stemning á Unglingalandsmóti

Fleiri fréttir