Skemmtileg hvatning til lestrar
Mikið hefur verið rætt um lestur og læsi undanfarin misseri og hafa margir áhyggjur af minnkandi færni þjóðarinnar á því sviði. Kennarar eru margri hverjir duglegir við að hvetja nemendur sína til lestrar og gera hann oft að skemmtilegum leik.
Í nýliðnu páskafríi tóku 26 nemendur í 1. - 4. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í skemmtilegum leik þegar kennarar þeirra skoruðu á þá að taka þátt í páskabingói. Fól það í sér að lesa um páskana við ýmsar aðstæður og viðhalda með því þjálfun og færni í lestrinum samhliða því að njóta þess að lesa góða bók. Í gær fengu svo allir þeir nemendur sem skiluðu áskoruninni spilastokk að gjöf frá skólanum sem og hvatti þátttakendur og aðra til að lesa áfram. Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.