Skólastjóraskipti í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður
31.07.2013
kl. 19.00
Í dag lét Ágúst Ólason skólastjóri af störfum sem skólastjóri Varmahlíðarskóla í Skagafirði, eftir tveggja ára starf. Hann afhenti nýjum skólastjóra, Álfheiði Freyju Friðbjarnardóttur, lyklana að skólanum í dag.
Á fésbókarsíðu Varmahlíðarskóla er Freyju óskað til hamingju með starfið og Ágústi velfarnaðar á nýjum slóðum.
