Skortur á íbúðum fyrir aldraða í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
12.07.2017
kl. 11.07
Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 10. júlí sl. var tekið fyrir bréf frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra. Þar fer stjórnin þess á leit við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða í sveitarfélaginu þar sem skortur sé á íbúðum og biðlisti sem trúlega eigi eftir að lengjast.
Byggðarráð þakkaði erindið og hefur falið sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að skoða málið í tengslum við gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið.