Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd eignast nýja bíla

Nýju bifreiðarnar. Mynd:skagastrond.is
Nýju bifreiðarnar. Mynd:skagastrond.is

Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd festu á haustdögum kaup á nýjum bifreiðum og hafa þær verið teknar í notkun. Nýi slökkvibíllinn var keyptur frá Feuerwehrtechnik Berlin og er af gerðinni MAN TGM, árgerð 2020. Bíllinn er  hinn glæsilegasti, með 3000 lítra vatnstanki og 300 lítra froðutanki ásamt því að vera búinn öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa.

Á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar kemur fram að nýja bifreiðin leysir af hólmi gamlan slökkvibíl af gerðinni Mercedez Benz, árgerð 1977 svo um mikilvæga endurnýjun er að ræða. Slökkvilið Skagastrandar er rekið af Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð og tók Skagabyggð þátt í kaupunum.

Björgunarsveitin Strönd fjárfesti í bifreið með styrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd. Er hún af gerðinni Land Cruiser 2007 árgerð sem hefur verið breytt fyrir 44" dekk. Bíllinn er búinn öllum nauðsynlegum búnaði sem þarf til leitar og björgunar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir