Sögusetur íslenska hestsins fær ekki rekstrarstyrk
Byggðarráð Skagafjarðar getur ekki orðið við umsókn Söguseturs íslenska hestsins um rekstrarstyrk á árinu 2012, nema að mótframlag frá ríkinu komi til rekstrarins eins og verið hefur á undangengnum árum.
Þetta var ákveðið á fundi Byggðarráðs fyrir skömmu en ráðið vill samt sem áður að Byggðasafns Skagfirðinga tryggi að sýning Sögusetursins verði opin í sumar með því að leggja verkefninu til starfsmann.