Sorphreinsun V.H. sigraði í hópa- og fyrirtækjakeppni Hvatar í knattspyrnu

Árlegt hópa- og fyrirtækjamót knattspyrnudeildar Hvatar fór fram í dag í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Átta lið voru skráð til leiks að þessu sinni og var keppt í tveimur riðlum.

Eftir að hvert lið hafði leikið 3 leiki var komið að leikjum um sæti. Um 3ja sætið léku Potturinn og Pannan og endaði sá leikur með jafntefli 1-1. En til úrslita léku lið


Bifreiðsverkstæðis Óla og lið Sorphreinsunar V.H. Að venjulegum tíma liðnum var staðan 1-1 þannig að grípa þurfti til framlengingar og þá var staðan 2-2.

Aftur var gripið til framlenginar og enn var staðan jöfn 3-3. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni og fékk hvort lið 4 spyrnur. Þar hafði Sorphreinsun V.H. sigur en þeir skoruðu úr 3 spyrnum en Bifreiðaverkstæðið nýtti einungis 1 spyrnu.

Heimild: Húni.is

Fleiri fréttir