Starfsfólk leggur veg undir dekk
Starfsfólk leikskólans Furukots á Sauðárkróki leggur veg undir dekk þennan miðvikudaginn en konurnar á Furukoti halda nú starfsdag sem þær hyggjast nota til þess að skoða leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Leikskólinn mun einnig verða lokaður á föstudag og geta því lítil augu hvílt sig lengur þessa morgnana.