Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutt í nýtt húsnæði

Aðsetur Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga er að Höfðabraut 6. Mynd: hafogvatn.is.
Aðsetur Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga er að Höfðabraut 6. Mynd: hafogvatn.is.

Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutti í liðinni viku í nýtt húsnæði á þriðju hæð að Höfðabraut 6. Í húsinu eru fyrir ýmis þjónustufyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa starfsemi í húsinu. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að með flutningnum batni aðstaða starfsfólks hjá starfsstöðinni frá því sem áður var og möguleikar á samstarfi og samskiptum aukist.

Hafrannsóknastofnun hefur haft aðsetur í Selasetrinu á Hvammstanga. Þrír starfsmenn eru á starfsstöðinni á Hvammstanga og sinna þeir selarannsóknum í samstarfi við Selasetur Íslands. Rannsóknaaðstaða verður áfram að Strandgötu 1 þar sem Selasetrið hefur sýningaraðstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir