Stefán Vagn á Alþingi
Stefán Vagn Stefánsson varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi var einn þeirra fimm varamanna er tóku sæti á Alþingi sl. mánudag. Hann kemur í stað Ásmundar Einars Daðasonar, félags - og jafnréttismálaráðherra, sem situr 62. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Stefán Vagn fær innsýn í nefndarstarf Alþingis sem þingmaður og hefur nú tekið sæti í velferðarnefnd og utanríkismálanefnd Alþingis.
Á Facebooksíðu Framsóknarflokksins segir að nokkrar líkur séu á því að fleiri nefndir bætist við en þessa dagana eru nefndardagar á Alþingi þar sem áhersla er lögð á að vinna þingmál inn til umræðu í þinginu.
Aðrir sem tóku sæti á Alþingi sem varamenn eru: María Hjálmsdóttir tók sæti fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, Una Hildardóttur tók sæti fyrir Ólaf Þór Gunnarsson, Sigríður María Egilsdóttir fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur og Olga Margrét Cilia fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.