Stór körfuboltahelgi framundan hjá Tindastóli

Á heimasíðu Tindastóls er að finna frétt um körfuboltahelgina framundan. Þar kemur fram að alls verði fjögur keppnislið í eldlínunni víðsvegar um landið og að gera megi ráð fyrir því að tæplega 50 leikmenn klæðist Tindastólsbúningnum um helgina.

Meistaraflokkur karla hefur leiktímabil sitt í Stykkishólmi á föstudagskvöldið þegar liðið heimsækir Snæfell og á sunnudagskvöldið er komið að fyrsta heimleiknum og er hann gegn nýliðum FSu frá Selfossi.

Drengjaflokkur félagsins spilar úti við KR-B á laugardaginn kl. 13 og gegn FSu á Selfossi kl. 10.00 á sunnudagsmorgun.

Minnibolti stúlkna leikur á fjölliðamóti í B-riðli í Grindavík og 10. flokkur stúlkna spilar á heimavelli í fjölliðamóti C-riðli.

Alla fréttina má skoða með því að smella HÉR, en morgunljóst að dagskráin verður stíf og skemmtileg hjá körfuboltafólki Tindastóls.

Fleiri fréttir