Styrktarreikningur stofnaður fyrir fjölskyldu Jósefs Kristjánssonar

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli aðfararnótt fimmtudagsins síðasta hét Jósef Guðbjartur Kristjánsson, fæddur þann 28. nóvember 1967. Jósef hélt heimili sitt ásamt eftirlifandi unnustu sinni, Hafdísi Jóhannsdóttur, að Bifröst í Borgarfirði. Hann lætur eftir sig níu börn á aldrinum frá 8 ára til 31 árs, barnabörn og forelda búsetta í Skagafirði.

Jósef var fæddur í Blönduóshreppi, eins og fram kemur á Íslendingabók, en ólst upp á Sauðárkróki og í Skagafirði. Foreldrar hans eru Kristján Jósefsson og Anna Kristinsdóttir búsett í Skagafirði.

Stofnaður hefur verið reikningur í nafni Hafdísar Jóhannsdóttur, unnustu Jósefs en hann var eina fyrirvinna heimilisins. Jósef og Hafdís eiga fjögur börn saman en eftir þennan voðaatburð er Hafdís nú einstæð móðir með fimm börn á aldrinum 8-17 ára.
Þau sem vilja styrkja Hafdísi og fjölskyldu geta lagt inn á 
reikn.0162-05-268676
kt: 090975-3669.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir