Sundlaugin á Hvammstanga fær góða gjöf

Gærurnar færðu sundlauginni á Hvammstanga góða gjöf. Mynd: Húnaþing.is.
Gærurnar færðu sundlauginni á Hvammstanga góða gjöf. Mynd: Húnaþing.is.

Góðgerðasamtökin Gærurnar reka nytjamarkað á Hvammstanga undir slagorðinu „Eins manns rusl er annars gull“ þar sem unnið er út frá þeirri hugmynd að bjarga nothæfum hlutum frá urðun og koma þeim aftur í umferð. Markaðurinn hefur verið starfræktur yfir sumartímann undanfarin ellefu sumur með opnunartíma á laugardögum milli 11 og 16. Vörurnar sem seldar eru á markaðnum fá Gærurnar gefins, að mestu frá íbúum sveitarféalgsins.

Ágóðinn af markaðnum rennur til góðra málefna í heimabyggð og að þessu sinni naut sundlaugin á Hvammstanga góðs af þegar Gærurnar færðu henni að gjöf tvær vindur fyrir sundföt sem sundgestir taka væntanlega fagnandi. Fyrir tveimur árum færðu Gærurnar sundlauginni hjartastuðtæki en þær hafa styrkt fjölmörg önnur málefni s.s. HVE, Björgunarsveitina Húna, Grunn- og tónlistarskólannn og marga fleiri. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir