Tafir á ársuppgjöri stuðningsgreiðslna til sauðfjárbænda

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að óviðráðanlegar tafir hafa orðið á uppgjöri á heildarframlagi til sauðfjárbænda vegna ársins 2017 og fyrstu greiðslu beingreiðslna á árinu 2018 miðað við það sem áður hafði verið gefið út.

„Áhersla er lögð á að ganga frá þessu tvennu í þessari viku. Vísað er að öðru leyti í tilkynningu um málið frá 1. febrúar sl. og rétt að undirstrika að greiðslur verða engu að síður í fullu samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt. Ársáætlun fyrir allar stuðningsgreiðslur til framleiðenda í sauðfjárrækt verður send til handhafa með rafrænu bréfi á Bændatorginu eigi síðar en 15. febrúar ásamt fyrstu greiðslu ársins 2018 skv. ofangreindri reglugerð,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir