Teitur Björn sækist eftir þingsæti

Teitur Björn Einarsson. Aðsend mynd.
Teitur Björn Einarsson. Aðsend mynd.

Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér fyrir næstu þingkosningar þar sem hann mun sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu.

Ég hef verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur.“ skrifar Teitur Björn á Facebook-síðu sína fyrr í dag.

Teitur er 40 ára Flateyringur, búsettur í Skagafirði með eiginkonu sinni Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og börnum þeirra tveim. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi kjörtímabilið 2016-2017, er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðiflokksins í dag og leiddi m.a. starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna í upphafi síðasta árs. Þá situr hann í stjórn Menntasjóðs námsmanna. Í dag starfar hann sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni með starfsstöð í Skagafirði.

Meginverkefnið framundan verður að svara spurningunni hvernig við aukum lífsgæði og búum til meiri verðmæti þannig hægt sé að treysta afkomu fólks og fjölga atvinnutækifærum í byggðum landsins.“ segir ennfremur í tilkynningu á Facebook.

 /Fréttatilkynning 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir