Það verður hasar í Síkinu í kvöld

Áfram Tindastóll! MYNDIR: DAVÍÐ MÁR SAMSETNING: HALLDÓR HALLDÓRS
Áfram Tindastóll! MYNDIR: DAVÍÐ MÁR SAMSETNING: HALLDÓR HALLDÓRS

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld því þá fer fram fjórði leikurinn í einvígi Tindastóls og Snæfells í baráttunni um sæti í efstu deild. Stólastúlkur standa vel að vígi, eiga heimaleikinn í kvöld þar sem liðið getur tryggt sér 3-1 sigur í einvíginu. Það væri því vel við hæfi að sýna liðinu alvöru stuðning og fjölmenna í Síkið.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er stuðningsmönnum stefnt í tjaldið sunnan Síkis kl. 17:30 en þar verður hægt að grípa hamborgara og annað fínerí, hlýða á tónlist og kom sér í gírinn. Síkið verður opnað áhorfendum klukkutíma síðar.

Lið Tindastóls endaði sem kunnugt er í fjórða sæti 1. deildar en Snæfell varð í níunda sæti Subway-deildarinnar. Í hinu einvíginu er staðan einnig 2-1 en þar eigast við lið Aþenu og KR sem urðu í öðru og þriðja sæti 1. deildar. Aþena leiðir 2-1 en lið KR verður á heimavelli í kvöld.

Liðið er fullt tilhlökkunar

„Stemningin er mjög góð fyrir leiknum og er liðið fullt tilhlökkunar að mæta af fullum krafti í kvöld fyrir framan vel mannað Síkið!,“ segir Helgi Margeirs, þjálfari Tindastóls. „Stelpurnar töluðu um það í klefanum eftir síðasta leik í Stykkishólmi að þær vildu bara fara strax aftur út á parketið til að gera betur en við gerðum þar,“ segir Helgi og bætir við: „Það verður frábær umgjörð í kringum leikinn eins og kkd. Tindastóls er einni lagið; partýtjald, hammarar og stuðningur í stúkunni par excellence!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir