Þátttökuskilyrði fyrir Norðurstrandarleið

Mynd af vef www.northiceland.is
Mynd af vef www.northiceland.is

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna skýrslu þar sem farið er yfir skilyrði til þátttöku í verkefninu um Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way). Norðurstrandarleið hefur verið í þróun síðustu misseri en með henni á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað. 

Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Hún verður um 800 kílómetra löng með 21 bæ eða þorpi og fjórum eyjum sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferðafólk sem fer þessa leið fær tækifæri til að ná betri tengslum við náttúruna, litskrúðugt menningarlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægt við norðurheimskautsbauginn.

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á svæði Norðurstrandarleiðar þurfa að uppfylla nauðsynleg skilyrði til að geta gerst meðlimir. Meðlimir þurfa að vera skráð fyrirtæki og eiga aðild að Markaðsstofu Norðurlands, hafa ótvíræð tengsl við norðurströnd Íslands, ábyrgjast samfelld samskipti allan ársins hring og stefna að því að fyrirtækin séu opin allan ársins hring, vinna að aukinni sjálfbærni innan fyrirtækja sinna og sækja árlega vinnustofu til að skiptast á reynslusögum og bæta innri tengsl.

Fyrirtækin þurfa að vera á skilgreindri leið Norðurstrandarleiðar, vera sjávar megin við skilgreinda akstursleið eða vera innan fjögurra kílómetra frá skilgreindri leið og bjóða helst upp á útsýni hafsins.

Þau fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði um landfræðileg viðmið geta tekið þátt í verkefninu með því að bjóða upp á einstakar upplifanir (e. Hero experiences) í pakkaferðum eða samstarfi með meðlimum Norðurstrandarleiðar.

Meðlimir Norðurstrandarleiðar skipta með sér markaðskostnaði til að tryggja sjálfbæra og örugga markaðssetningu verkefnisins. Meðlimir styðja markaðssetningu Norðurstrandarleiðar með því að nota kennitákn og nafn þess í sinni markaðssetningu, en kennitáknið gefur til kynna aðild að samtökunum.

Stefnt er að því að opna Norðurstrandarleiðina formlega á degi Hafsins þann 8. júní 2019.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir