Þrír nýir fyrir Norðvesturkjördæmi

Þingmenn Norðvesturskjördæmis. Mynd: Ruv.is.
Þingmenn Norðvesturskjördæmis. Mynd: Ruv.is.

Nú þegar mesta rykið er setjast eftir kosningar helgarinnar er ljóst að stjórnmálaleiðtogar þeirra átta flokka sem náðu mönnum inn á þing munu heimsækja Bessastaði í dag. Bjarni Benediktsson ríður á vaðið þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk flest atkvæði og svo koma aðrir í þeirri röð sem þingstyrkur segir til um.

Kosninganóttin þótti afar spennandi enda ný framboð að fá gott fylgi meðan önnur þurrkuðust nánast út en líklega náðu fáir að halda út fram að lokatölum úr Norðvesturkjördæmi en þær bárust um klukkan 10 á sunnudagsmorgun.  Endanleg niðurstaða varð sú að Sjálfstæðismenn fengu tvo menn, Framsókn tvo, Miðflokkur tvo, Vinstri græn einn og Samfylking einn.

Þingmenn kjördæmisins eru því eftirfarandi:

 

Haraldur Benediktsson D

Ásmundur Einar Daðason B

Lilja Rafney Magnúsdóttir V

Bergþór Ólason M

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir D

Guðjón S. Brjánsson S

Halla Signý Kristjánsdóttir B

Sigurður Páll Jónsson M

 

Þrír ofantalinna eru ný á þingi, þau Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson úr Miðflokknum og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki.

þau koma í stað Teits Bjarnar Einarssonar sem ekki náði kjöri, Elsu Láru Arnardóttur sem gaf ekki kost á sér, Gunnars Braga Sveinssonar  sem bauð sig fram í öðru kjördæmi og Evu Pandoru Baldursdóttur sem ekki náði kjöri.

Ásmundur Einar Daðason kemur á ný inn í þingflokk Framsóknar eftir árs fjarveru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir