Þrjár heppnar dregnar út í Jólakrossgáta Feykis

Það var ekkert verið að hugsa um kynjahalla né kvóta þegar dregið var úr innsendum lausnum í jólakrossgátu Feykis í gær. Þar fékk kvenfólkið öll verðlaunin þrenn. Kristín Jósefsdóttir Ásbjarnarstöðum Húnaþingi fær eina nótt í tveggja manna herbergi á Puffins Palace Guesthouse á Sauðárkróki. Strigaprent frá Nýprenti kemur í hlut Elinborgar Hilmarsdóttur Hrauni í Sléttuhlíð og bókin Litagleði fer í hendur Fanneyjar Magnúsdóttur Eyvindarstöðum Blöndudal.

Lausnarorðið var „Hátíð ljóss og friðar“.

Feykir þakkar öllum þeim sem tóku þátt og óskar vinningshöfum til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir