Þytur hlýtur æskulýðsbikarinn
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
27.10.2008
kl. 13.21
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hlýtur æskulýðsbikar LH fyrir árið 2008. Er það einróma álit að æskulýðsstarfið í félaginu hafi verið til fyrirmyndar.
Sigrún Kristín Þórðardóttir, formaður Þyts, tók við bikarnum. Hún sagði að mikil alúð væri lögð í æskulýðsstarfið í félaginu. Hestakostur barnanna í Þyti væri ekki endilega alltaf sá besti yfir landið. En áhersla væri lögð á að finna hverjum hesti hlutverk og það væri aðalatriðið.
Á myndinni tekur Sigrún Kristín við bikarnum úr hendi Haraldar Þórarinssonar, formanns LH.