Tillögur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra

Grunnskóli Húnaþings vestra. Mynd af heimasíðu skólans.
Grunnskóli Húnaþings vestra. Mynd af heimasíðu skólans.

Tillaga frá starfshópi um framtíðarsýn skólamála í Húnaþingi vestra er nú til kynningar á vef sveitarfélagsins. Tillaga þessi er niðurstaða íbúafundar og verður höfð að leiðarljósi varðandi vinnu og hönnun á framtíðarskólahúsnæði í sveitarfélaginu.

Frá því í vor hefur starfshópur, skipaður af byggðarráði Húnaþings vestra, unnið að því að gera tillögur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi, mat á húsnæðisþörf skólans til næstu 30 ára og í hvaða skrefum hægt verði að uppfylla þá þörf. Afraksturinn af vinnu hópsins var svo kynntur á íbúafundi þar sem hann var tekinn til umræðu og rætt hvort eitthvað vantaði í hugmyndirnar og hvaða skoðun íbúar hefðu á forgangsröðun þeirri sem reiknað var með að höfð yrði við framkvæmdir við húsnæði skólans. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að finna í tillögum starfshópsins sem nú eru til kynningar og sjá má hér.

Íbúar eru beðnir að kynna sér tillögurnar. Hafi einhver athugasemdir eða ábendingar varðandi þær skal þeim skilað skriflegum fyrir kl. 15:00 þann 15. janúar 2018 á skrifstofu Ráðhússins eða á netfangið gudny@hunathing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir