Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra
Búið er að birta lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu Creditinfo segir að þar á bæ hafi, síðastliðin átta ár, verið unnin ítarleg greining sem sýni rekstur hvaða íslensku fyrirtækja teljist til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtæki á listann eða 871 af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Tíu fyrirtækjanna sem komust á listann eru í Skagafirði og eitt í sinni hvorri Húnavatnssýslunni. Þau eru:
FISK-Seafood ehf. Sauðárkróki.
Kaupfélag Skagfirðinga svf. Sauðárkróki.
Steinull hf. Sauðárkróki.
Vörumiðlun ehf. Sauðárkróki.
Vinnuvélar Símonar ehf. Sauðárkróki.
Steypustöð Skagafjarðar ehf. Sauðárkróki.
Spíra ehf. Sauðárkróki.
Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf. Sauðárkróki.
Friðrik Jónsson ehf. Sauðárkróki.
Raðhús ehf. Sauðárkróki.
Fasteignafélagið Borg ehf. Hvammstanga.
Ámundakinn ehf. Blönduósi.
Eftirfarandi skilyrði gera fyrirtæki framúrskarandi:
Er í lánshæfisflokki 1-3
Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú síðustu rekstrarár
Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú síðustu rekstrarár
Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár
Eignir a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan
Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
Fyrirtækið er virkt samkvæmt. skilgreiningu Creditinfo
Ársreikningi skilað á réttum tíma
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.