Top Reiter keppir í KS-Deildinni 2015

Meistaradeild Norðurlands kynnir fjórða lið vetrarins til leiks en það er skipað einstaklingum sem ekki kepptu í deildinni í fyrra, lið Top Reiter. Liðstjórinn er Teitur Árnason og með honum eru Fanney Dögg Indriðadóttir, Fredrica Fagerlund og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir. Mótaröðin hefst 11. febrúar nk.

„Þetta lið hefur lægstan meðalaldur knapa í deildinni en í því eru miklir reynsluboltar. Virkilega skemmtilegt lið sem verður gaman að fylgjast með,“ segir á facebook-síðu KS-Deildarinnnar.

Liðin sem hafa verið kynnt til leiks fram til þessa eru: Efri – Rauðalækur / Lífland, Hofstorfan / 66° norður og Hrímnir.

Fleiri fréttir