Tveir skelltu sér í frískandi sjósund – FeykirTv
feykir.is
Skagafjörður
07.01.2015
kl. 09.09
Benedikt Lafleur fór í sitt árlega þrettándasjósund við smábátahöfnina á Sauðárkróki í gær og bauð gestum og gangandi að taka þátt í sundinu með sér. Sjóbaðið segir Benedikt ekki einungis vera frískandi og skemmtilegt en einnig er hann sannfærður um að það hafi góð áhrif á heilsuna.
FeykirTv var á staðnum, ræddi við Benedikt og fylgdist með honum fara í sjóinn í félagi við annan. Þeir báru sig vel þrátt fyrir kaldann sjóinn og næðinginn sem var í gær.
http://youtu.be/FgE1d1kl2F0