Tveir tvöfaldir - seinustu sýningar

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi farsann Tveir tvöfaldir á opnunardegi Sæluviku þann 29. apríl síðastliðinn. Aðsókn hefur verið mjög góð og er búið að sýna 10 sýningar af stykkinu. Aðeins 2 sýningar verða sýndar í viðbót og eru sýningartímar sem hér segir:

Mánudaginn 21. maí kl. 20.30
og allra allra seinasta sýning fimmtudaginn 24. maí 20.30

Miðasala í Bifröst, virka daga frá kl. 16-18 og 30 mínútum fyrir sýningu

Miðasölusími er 849 9434

Fleiri fréttir