Umhverfisviðurkenningar veittar á fimmtudag
Árleg afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fer fram fimmtudaginn 26. september í Húsi frítímans kl. 17:00. Soroptimistasystur hófu yfirreið sína um Skagafjörð í júní og skoðuðu lóðir og umhverfi í dreifbýli sem og í og þéttbýli.
Allir eru velkomnir í Hús frítímans og fylgjast með hver eða hverjir fá viðurkenningar í ár.
HÉR er hægt að sjá hverjir hlutu viðurkenningar á síðasta ári.
