UMSS hestamannamót um helgina á Vindheimamelum

Hestaíþróttamót UMSS í fimmgangi F1 og tölti T1 verður sunnudaginn 3. júní á Vindheimamelum og hefst kl. 15. Einnig er stefnt á að keppa í  gæðingaskeið og skeiðkappreiðar ef næg þátttaka næst, samkvæmt fréttatilkynningu frá Hestaíþróttaráði UMSS.

Næsta mót verður föstudaginn 8. júní en þá verður keppt í fjórgangur V1 og slakataumatölt T2. Vakin er athygli á því að einn keppandi er inná í einu í F1, T1, V1, og T2.

„Mótið er gilt úrtöku mót fyrir Tölt keppnin á LM og fyrir Íslandsmót sem verður haldið á Vindheimamélum 18. – 22. júlí,“ segir í tilkynningu.

Skráning fer fram í gegnum netfangið fjola@krokur.is fyrir kl. 15 laugardaginn 2. júní.

Fleiri fréttir