Upphaf skólahalds á haustönn 2014

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur sunnudaginn 24. ágúst kl. 17:00. Setningin fer fram á sal skólans í Bóknámshúsi. Á vef skólans eru foreldrar ólögráða nemenda eru hvattir til að fjölmenna, en aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn kl. 17.30 á sama stað.

Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í Innu við skólasetningu. Heimavistin verður opnuð kl. 13:00.

Nemendur í dreifnámi mæta með foreldrum sínum í námsver á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi sama dag kl. 17:00.

Töflubreytingar fara fram á mánudaginn 25. ágúst og þriðjudaginn 26. ágúst kl. 09:00-18:00.

Fleiri fréttir