Uppselt á 12 sýningar í röð – fleiri aukasýningar
Þann 28. apríl síðastliðinn frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks nýtt íslenskt leikrit, Tifar tímans hjól. Áætlaðar voru 10 sýningar og varð uppselt á þær allar. Bætt var við tveimur sýningum og varð einnig uppselt á þær. Það hefur því verið bætt við tveimur sýningum í viðbót og eru þær báðar mánudaginn 20. maí (annar í Hvítasunnu) og hefst sú fyrri kl. 15 og sú seinni kl. 20.30.
Leikfélag Sauðárkróks þakkar frábærar viðtökur á stykkinu.
Panta má miða í síma 849 9434 virka daga frá 16 – 18
og einnig klukkustund fyrir sýningu í síma og í Bifröst.
Eftirfarandi er sýningarplanið:
12. sýning (Aukasýning) sunnudaginn 19. maí kl. 20.30 (Uppselt)
13. sýning (Aukasýning) mánudaginn 20. maí kl. 15.00
14. sýning (Aukasýning) mánudaginn 20. maí kl. 20.30
Heimasíða félagsins: http://skagafjordur.net/ls/
