Uppskeruhátíð yngri flokka Hvatar í knattspyrnu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
16.12.2010
kl. 11.09
Uppskeruhátíð yngri flokka Hvatar í knattspyrnu var haldin í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í byrjun vikunnar og var hún vel sótt svona í skammdeginu. Oft hefur dregist að halda uppskeruhátíðina en aldrei svona lengi en einhvers staðar segir „betra seint en aldrei“.
Uppskeruhátíðin var með hefðbundnu sniði en veitt voru verðlaun í öllum flokkum, bæði einstaklings og fyrir heildina og farið var í leiki.
Að því loknu bauð knattspyrnudeildin í pizzuveislu og gosdrykki í nýja salnum í norðurenda íþróttahússins.
Heimild; Huni.is