Úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða

Á myndinni hér að ofan má sjá þau byggðarlög sem hafa tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir. Ljósu byggðarlögin njóta enn virkrar aðkomu Byggðastofnunar í verkefninu en dökku byggðarlögin hafa lokið þátttökutímabilinu með aðkomu Byggðastofnunar og vinna þau nú áfram að eflingu byggðarinnar, ýmist með samstarfi íbúa og sveitarfélagsins og í sumum tilvikum einnig viðkomandi atvinnuþróunarfélags. Mynd af byggdastofnun.is.
Á myndinni hér að ofan má sjá þau byggðarlög sem hafa tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir. Ljósu byggðarlögin njóta enn virkrar aðkomu Byggðastofnunar í verkefninu en dökku byggðarlögin hafa lokið þátttökutímabilinu með aðkomu Byggðastofnunar og vinna þau nú áfram að eflingu byggðarinnar, ýmist með samstarfi íbúa og sveitarfélagsins og í sumum tilvikum einnig viðkomandi atvinnuþróunarfélags. Mynd af byggdastofnun.is.

Þann 9. júlí sl. var 40 milljónum úr Öndvegissjóði Brothættra byggða úthlutað til sex verkefna í Brothættum byggðum. Á heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að fjórtán umsóknir hafi borist um styrki að upphæð kr. 162,5 milljónir en aðeins sex verkefni hlotið styrki.

„Öndvegissjóðurinn er hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs en Alþingi samþykkti að veita aukalega 100 m.kr. til Brothættra byggða á árinu 2020 m.a. til að hægt væri að styðja við stærri frumkvæðisverkefni íbúa sem skapa atvinnu í byggðarlögunum,“ segir á byggdastofnun.is. 

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Hótel Djúpavík

Baskasetur

1.600.000,-

Sýslið verkstöð ehf.

Strandir.is

8.700.000,-

Salbjörg Matthíasdóttir

Kjötvinnsla í Árdal

5.700.000,-

Borgarfjarðarhreppur

Samfélagsmiðst. Fjarðarborg

10.000.000,-

Ungmennafél. Leifur heppni

Krossneslaug

10.000.000,-

Tankur menningarfélag

Tankur

4.000.000,-


Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir