Tók í sundur ónýtar tölvur í leikskólanum
Einn 23 ára gamall Skagfirðingur keppti fyrir Íslands hönd á EuroSkill þetta árið en það var Daniel Francisco Ferreira sem alinn er upp á Ytra-Vatni á Efribyggðinni í Lýtó, sonur Anítu Ómarsdóttur og Sigurðar Jóhannssonar. Að lokum Varmahlíðarskóla fór Daniel til Akureyrar í Verkmenntaskólann, kláraði sveinspróf í rafvirkjun og svo í rafeindavirkjun, þegar því var lokið tók hann stúdentsprófið. Eins og er býr Daniel hjá mömmu sinni í Reykjavík, þurfti aðeins að flýta flutningum suður vegna EuroSkills, en stefnan var alltaf að fara suður í áframhaldandi nám svo það var kannski ekki eftir neinu að bíða. Feykir tók tal af Daniel eftir að hann kom heim og tók stöðuna.