„Heppin að erfa það frá mömmu að vera handfljót“

Álfhildur og yngsta dóttirin Hreindís Katla. MYND AÐSEND
Álfhildur og yngsta dóttirin Hreindís Katla. MYND AÐSEND

Örverpið frá Keldudal í Skagafirði þarf nú varla að kynna fyrir lesendum Feykis. Við kynnum hana nú samt, hún heitir Álfhildur Leifsdóttir og á börnin Halldóru, Sindra og Hreindísi Kötlu og að auki hund og ketti svona til að næra áfram sveitastelpuna sem var svo heppin að rata aftur heim í Skagafjörðinn eftir nám í borginni og býr nú á Sauðárkróki. Álfhildur starfar sem kennari við Árskóla og hefur fengið að prófa sig áfram þar með bæði tækni í kennslu og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Í framhaldi af því hefur hún fengið að endurmennta aðra kennara bæði víða um land og erlendis sem hún segir virkilega skemmtilegt. Álfhildur situr einnig í sveitarstjórn og byggðarráði Skagafjarðar ásamt nokkrum öðrum nefndum. En á milli þessara verkefna, sem hún segist svo lánsöm að fá að sinna, grípur hún gjarnan í prjónana og það er prjónakonan Álfhildur sem Feykir hafði samband við og forvitnaðist um hvað hún væri með á prjónunum.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:

Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)

Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.

Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)

Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).

Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)

Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).

Fleiri fréttir