Útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn

Ása Berglind frá Mýrum í Hrútafirði varð dúx í Menntaskólanum í Kópavogi en hún hlaut hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið frá Menntaskólanum í Kópavogi. Mynd úr einkasafni.
Ása Berglind frá Mýrum í Hrútafirði varð dúx í Menntaskólanum í Kópavogi en hún hlaut hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið frá Menntaskólanum í Kópavogi. Mynd úr einkasafni.

Ása Berglind Böðvarsdóttir nýstúdent af félagsfræðibraut útskrifaðist með  9.82 í meðaleinkunn sem er hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið frá Menntaskólanum í Kópavogi. Ása var með einkunnina 10 í 40 áföngum, hún fékk  viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan námsárangur í íslensku, ensku, þýsku, sálfræði, félagsfræði, sögu og fyrir 100% mætingu á sex önnum. Þá fékk Ása einnig viðurkenningar frá Rótarýklúbbnum Þinghól og Kópavogsbæ. Að lokinni útskrift skellti hún sér heim að Mýrum í Hrútafirði  í sauðburðinn.

Á þessu vori fóru fram tvær útskriftir frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlegar athafnir í Digraneskirkju. Alls útskrifuðust 64 stúdentar og 42 iðnnemi. Þá brautskráðust 15 ferðafræðinemar, 51 leiðsögumaður, 19 matsveinar, 42 úr meistaraskóla matvælagreina, 17 af framhaldsskólabraut og 3 af starfsbraut. Þannig að alls voru brautskráðir 253 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi á þessu vori.

Fleiri fréttir