Veður að ganga niður og skoðað með mokstur

Veður er að ganga niður norðanlands eftir mikinn veður ham síðan í gær og segir Veðurstofan að minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið verði í dag en 8-15 og él í kvöld. Hægari og þurrt að kalla á morgun, en vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld. Frost 0 til 7 stig.

Nú klukkan 12:45 er þó enn gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi.

Á vef Vegagerðarinnar má sjá að helstu vegir séu færir en fjallvegir eru það ekki. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall og Holtavörðuheiði. Samkvæmt því sem kemur fram á vegagerdin.is verður skoðað með mokstur á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Hofsós - Siglufjörður kl. 13:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir