Verðmætum stolið í innbroti á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vara fólk í Skagafirði og nágrenni við óprúttnum aðilum sem hugsanlega eru á ferli en nú í morgun var farið inn á heimili á Sauðárkróki og stolið miklum verðmætum. Eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar er byrjað að rannsaka málið en fólk er beðið um að hafa varan á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst.

Eins er fólk beðið um að láta lögreglu vita verði það vart við grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili fólks. Neyðarsími lögreglu er 112.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir