Verkefnastjóri í liðveislu við fatlað fólk 50% starf
Fjölskyldusvið Skagafjarðar óskar eftir að ráða verkefnastjóra í liðveislu við fatlað fólk í sjálfstæðri búsetu.
Verkefnisstjóri vinnur í samstarfi við ráðgjafaþroskaþjálfa sveitarfélagsins við greiningu á þjónustuþörf, gerð einstaklingsmiðaðra þjónustuáætlana, eftirfylgni þeirra og ráðgjöf við einstaklinga, fjölskyldur og samstarfsaðila, sem og aðstoð við athafnir daglegs lífs, ekki síst á heimilum fólks og í daglegu umhverfi þess.
Starfsmaðurinn þarf að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér og hvernig hann geti nýtt hæfileika sína sem best í þágu þjónustuþega, ríka ábyrgðartilfinningu, virðingu í mannlegum samskiptum og skilning á mannlegum þörfum, vera opinn og jákvæður í viðmóti, tilbúinn að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi.
Starfið hentar bæði körlum sem konum
Laun eru samkvæmt samningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Upplýsingar gefur Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, steinunnr@skagfjordur.is í síma 4556000.
Umsóknarfrestur er til 27. júní 2013.
Skila skal rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins eða í íbúagátt. Skagafjörður.is segir frá þessu.
