Veruleg verðmætaaukning og hagkvæmni fólgin í nýju þurrkhúsi - FeykirTV

Nýtt þurrkhús Fisk Seafood var opið almenningi til sýnis sl. sunnudag og lögðu fjölmargir leið sína til út á Skarðseyri á Sauðárkróki til að skoða verksmiðjuna. FeykirTV var þeirra á meðal og ræddi við Gunnlaug Sighvatsson yfirmann landvinnslu Fisk Seafood en hann segir verulega verðmætaaukningu og hagkvæmni fólgna í þessari nýju aðferð við þurrkun afurða.

Þurrkverksmiðjan er hluti af þeirri stefnu að auka landvinnslu hjá fyrirtækinu og byggir á því að nýta hráefnið og hvern ugga sem best.

Ætlunin er að hefja að tilraunakeyra búnaðinn í vikunni  og segir Gunnlaugur að það muni taka um tvær til þrjár vikur að stilla af búnaðinn og fínpússa aðferðir til að fá upp full afköst í húsinu.

http://youtu.be/xNR6R7qGgNY

Fleiri fréttir