Veturinn vill ekki fara

Alhvítt var í Fljótum í morgun. Mynd: Halldór Gunnar Halldórsson.
Alhvítt var í Fljótum í morgun. Mynd: Halldór Gunnar Halldórsson.

Það var frekar vetrarlegt um að litast í utanverðum Skagafirði þegar menn fóru á fætur í morgun. Í Fljótum var alhvítt þegar Halldór skólabílstjóri á Molastöðum lagði í hann og segist hann á Facebooksíðu sinni vera þakklátur fyrir að vera enn á nagladekkjunum.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru þó allir vegir á norðanverðu landinu greiðfærir utan krap eða snjóþekju á Þverárfjalli og á Víkurskarði og eins frá Fljótum í Siglufjörð. Snjórinn sem féll er þó fljótur að fara og nú fyrir skemmstu var allt orðið autt á Molastöðum.Á Hofsósi klukkan sex í morgun. Mynd: Ingvar Daði Jóhannsson

Veðurstofan gerir ráð fyrir að í nótt muni létta til og draga úr úrkomu. Á morgun er reiknað með ágætu veðri víða um land með hækkandi hitatölum og útlit er fyrir fínasta helgarveður á landinu.

Meðfylgjandi myndir tóku Halldór Gunnar Hálfdánarson á Molastöðum á leið sinni um Fljótin í morgun og Ingvar Daði Jóhannsson á Hofsósi sem brá í brún þegar hann leit út um gluggan hjá sér klukkan sex.

Fleiri fréttir