Vilja að stofnað verði sérstakt ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar- og matvælaframleiðslu í landinu

Á aukalandsþingi Miðflokksins sem haldið var í gær var samþykkt málefnaályktun þar sem m.a. segir að tryggja þurfi óskorað vald yfir auðlindum þjóðarinnar með því að hafna frekari innleiðingu á orkustefnu ESB, afturkalla samþykkt um 3. orkupakkann og koma í veg fyrir framsal ríkisvalds til erlendra stofnana.

Lagabreytingar voru samþykktar með 85% greiddra atkvæða en tilgangur þeirra var meðal annars að fjölga í stjórn flokksins, ná fram aukinni valddreifingu og auka vægi flokksmanna við ákvarðanatökum og í flokksstarfi. Hver stjórnarmaður mun héðan í frá verða formaður nefndar sem ber ábyrgð á ákveðnu sviði í starfi flokksins og tengir flokksmenn við stjórn flokksins.

Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að með lagabreytingunum munu flokksmenn eiga greiðari aðgang að stjórn flokksins og þar með auka lýðræði og auka áhrif almennra flokksmanna. Ný lög flokksins verða kynnt á heimasíðu hans eftir helgi.

HÉR má nálgast ályktanir Miðflokksins frá því í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir