Vinnustofur um þróun á upplifun í tengslum við Norðurstrandarleið

Mynd: Northiceland.is
Mynd: Northiceland.is

Þriðja áfangaskýrslan um Norðurstrandarleið eða  Arctic Coast Way kom út fyrr á þessu ári. Í henni er fjallað um þróun á upplifunum og er sú vinna unnin í samstarfi við breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail. 

Norðurstrandarleið, sem nær frá Hrútafirði í vestri austur til Bakkafjarðar, er um 800 kílómetra löng. Með því að fara þessa leið fá ferðalangar tækifæri til að ná betri tengslum við náttúru og menningu svæðisins og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nánd við norðurheimskautsbauginn. Áætlað er að leiðin verði kynnt á ferðakaupstefnunni Vestnorden sem haldin verður á Akureyri í október í haust og stefnt er að því vegurinn verði formlega opnaður á Degi hafsins þann 8. júní sumarið 2019.

Öllum ferðaþjónustuaðilum á svæðinu er boðið að taka þátt í vinnu þar sem horft er á Norðurstrandarleið sem áfangastað. Þar á að velta því upp hver sé sérstaða og styrkleikar svæðisins og hvernig unnt sé að skapa framúrskarandi upplifun sem keppir við það sem í boði er á alþjóðlegum markaði. Markmiðið er að ferðamenn sem heimsækja svæðið fari þaðan með ógleyanlegar minningar sem fylgja þeim alla ævi og þannig verði þeir talsmenn Norðurstrandarleiðar. 

Í þessum mánuði verða haldnar vinnustofur með ráðgjafarfyrirtækinu Blue Sail. Skráning fer fram á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands og er hún þegar hafin.  „Við viljum þróa það besta sem völ er á þegar kemur að upplifun ferðamanna, þar á meðal þeim sem tengjast mat og matargerð,“ segir í auglýsingu um vinnustofurnar. „Við viljum fá þig til þess að taka hafa áhrif á Arctic Coast Way með því að taka þátt í þessum vinnistofum, sem verða bæði áhugaverðar og skemmtilegar. Markmiðið er að sjálfsögðu það að fá fleiri gesti á það svæði Arctic Coast Way sem þú tilheyrir og að þróa þær upplifanir sem eru í boði fyrir ferðamenn.“ 

Vinnustofurnar verða haldnar sem hér segir:

Á Sauðárkróki 24.apríl kl. 14.00-17.30.
Á Akureyri 25. apríl kl. 14.00-17.30.
Í Ásbyrgi 26.apríl kl. 14.00-17.30.

Þátttökugjald er 2.000 krónur og fer skráning fram á slóðinni https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/skraning.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir