Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs færðar í fjarfund

Vinnustofur fyrir þá sem eru að vinna að umsóknum í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa verið færðar í fjarfund í ljósi aðstæðna. Á heimasíðu SSNV kemur fram að boðið verður upp á vinnustofu í gegnum fjarfundaforritið Zoom mánudaginn 9. nóvember, kl. 16-17. Þar er einnig minnt á að umsóknarfresturinn renni út kl. 16:00 mánudaginn 16. nóvember nk.

Á fjarfundinum verður farið stuttlega yfir hagnýta punkta sem tengjast umsóknarferlinu en síðan gefst tækifæri á að spyrja spurninga um einstaka þætti er varða umsóknarformið og ferlið. Athygli er vakin á því að þessi vinnustofa er ætluð fyrir almennar upplýsingar og fyrirspurnir.

Fyrir þá sem sem þessi lausn hentar ekki er bent á að hafa beint samband við ráðgjafa SSNV og bóka viðtal:

Davíð                    david@ssnv.is
Ingibergur           ingibergur@ssnv.is
Kolfinna               kolfinna@ssnv.is
Sveinbjörg          sveinbjorg@ssnv.is

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir