Vinstri græn opna kosningaskrifstofu í kvöld

Bjarni Jónsson og Dagný Rósa Úlfarsdóttir mæta á Ólafshús í kvöld og taka vel á móti gestum.
Bjarni Jónsson og Dagný Rósa Úlfarsdóttir mæta á Ólafshús í kvöld og taka vel á móti gestum.

Kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður opnuð á Sauðárkróki í kvöld, fimmtudag klukkan 20 á Ólafshúsi, Aðalgötu 15. Á dagskrá verður lifandi tónlist, veitingar og óvænt atriði. Á morgun, föstudag verður hún opin frá 17-21 og á laugardaginn verður kosningarkaffi frá klukkan 14-18. Á Blönduósi verður opið í sal Samstöðu, Þverbraut 1, annarri hæð, frá klukkan 10-22 á laugardaginn.

Bjarni Jónsson, sem stefnir á að ná kjöri til Alþingis fyrir Vg, segir að baráttan sé búin að vera góð, mikið fjör og gaman. Hann hefur farið víða um kjördæmið, hitt marga og heyrt hvað brennur á fólki. Hann hvetur alla til að mæta og eiga góða stund saman á Ólafshúsi í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir