Vont veður í vændum

Appelsínugul viðvörun gildir fyrir Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra en búist er við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi, vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Á vef Veðurstofunnar segir að þessu fylgi lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði með tilheyrandi samgöngutruflunum og er fólki ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið.

Horfur næsta sólarhringinn
Austlæg átt, 5-10 og stöku él á annesjum annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt í kvöld, 18-25 í nótt en 20-28 m/s um tíma í fyrramálið. Snjókoma á köflum. Sunnan 10-18 m/s og samfelldari ofankoma síðdegis á morgun en él annað kvöld

Athugasemd veðurfræðings
Vakin er athygli á viðvörunum vegna veðurs í kvöld, nótt og á morgun en þá gengur í suðaustan storm eða rok með snjókomu og síðar slyddu og rigningu. Samgöngutruflanir eru líklegar víða um land, vatnselgur gæti valdið skaða ef ekki er hreinsað frá niðurföllum og fólki er bent á að festa lausa muni sem gætu fokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir