Fréttir

Aðgerðir gegn riðu - ný nálgun

MAST stendur fyrir upplýsingafundi um nýja nálgun við uppkominni riðu. Verður fundurinn í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember kl. 13-14.30. Framsögur á fundinum verða frá Sigurborgu Daðadóttur yfirdýralækni og Eyþóri Einarssyni ráðunauti hjá RML. Að þeim loknum verða fyrirspurnir og umræður.
Meira

Malbikun Blönduósflugvallar á næsta ári

Bændablaðið segir frá því að mikil ánægja sé hjá íbúum Húnabyggðar því loks hefur verið ákveðið að malbika flugvöllinn á Blönduósi en það á að framkvæma á nýju ári. „Þetta mál hefur verið í umfjöllun síðustu tíu ár og komst í hámæli þegar rútuslysið varð við Öxl fyrir nokkrum árum,“ hefur Bændablaðið eftir Petri Arasyni, sveitarstjóra Húnabyggðar en flugvöllurinn er mest notaður fyrir sjúkraflug.
Meira

Húnabyggð og Skagabyggð ræða mögulega sameiningu

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórnir Húnabyggðar og Skagabyggðar hafa skipað fulltrúa í sameiginlegan vinnuhóp um mögulega sameiningu sveitarfélaganna.
Meira

Fræðslufundir fyrir eldri borgara um svik á netinu

Lögreglan á Norðurlandi vestra stendur fyrir fræðslu víðsvegar í umdæminu þessa vikuna sem ætluð er fyrir eldri borgara og fjalla um svik á netinu. Sýnd verða dæmi af svikum og bent á leiðir til lausna. Það er Blönduósingurinn Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá embættinu, sem stýrir fræðslunni en fyrsti fræðslufundurinn verður í grunnskólanum á Hofsósi í dag og hefst kl. 13:00.
Meira

Stólarnir lögðu Blika í VÍS bikarnum

Tindastólsmenn mættu liði Breiðabliks í Smáranum í dag í VÍS bikarnum. Heimamenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var um miðjan fyrsta leikhluta en síðan leiddu gestirnir allt til loka leiksins. Blikarnir gerðu þó góða atlögu að forystu Stólanna undir lok leiks, minnkuðu muninn í þrjú stig þegar mínúta lifði leiks en Stólarnir áttu lokaorðin og unnu leikinn 81-89 og eru því í pottinum góða í VÍS bikarnum.
Meira

Mjög vel mætt á jólatónleika Tónlistarskóla A-Hún

Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu hélt þrenna jólatónleika í liðinni viku. Hugrún Sif tónlistarskólastjóri tjáði Feyki að mæting á tónleikana hafi verið mjög fín en nemendur sem komu fram á tónleikunum voru á aldrinum 6-66 ára.
Meira

Ísbað er rosalega svalt á svo marga vegu

Eins og Feykir sagði frá fyrr í dag þá biðla Skagafjarðarveitur til fólks að sleppa heitu pottunum nú í kuldakastinu. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson baðar sig reyndar ekki upp úr skagfirsku vatni en hann er svalur á því og skellti sér í ísbað í gaddinum. „Ein besta fjárfesting og fíkn sem ég hef komist í, maður verður algjörlega háður því að vera SVALUR,“ segir hann í færslu á Facebook.
Meira

Förum sparlega með heita vatnið

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum er biðlað til viðskiptavina að fara sparlega með heita vatnið nú þegar frostið er í tveggja stafa tölu dag eftir dag svo ekki þurfi að koma til lokana.
Meira

Jólamót Molduxa 2023 haldið í þrítugasta sinn

Jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum, þriðjudaginn 26. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í körfuboltasamfélaginu í Skagafirði er þetta svo gott sem órjúfanlegur hluti jólahaldsins hjá mýmörgum og tilvalin leið til að fitusprengja og gerilsneiða sig í miðjum hátíðaahöldunum. Mótið er nú haldið í þrítugasta skipti sem segir nú meira en mörg orð um þetta frábæra framtak Molduxanna. Allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Njarðvíkingum

Tindastólsstúlkur spiluðu við lið Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í VÍS bikarnum í gærdag. Þær grænu hafa verið eitt besta körfuboltalið landsins síðustu tímabil og urðu óvænt Íslandsmeistarar vorið 2022. Það var því við ramman reip að draga en Stólastúlkur stóðu í lappirnar og sýndu ágæta takta. Það dugði þó ekki til því heimastúlkur reyndust sterkari á svellinu og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 89-67 og lið Tindastóls úr leik í bikarnum,
Meira